Náttúrulegur gróður

Lóðin hér á Dalsá er sambland af villigarði og ræktun. Lengi vel hefur verið lögð áhersla á fallegan matjurtagarð og einnig að halda heimilisgarðinum í góðu standi eftir bestu getu. Í villigarðinum vex ýmis fallegur og nytsamur gróður að ekki sé talað um trén sem veita ómetanlegt skjól fyrir vindum úr flestum áttum. Hér vex hvönn, garðabrúða, burnirót, fuglaertur, lúpína auk smávaxnari tegunda eins og hrafnaklukka, holurt, krossmaðra, gulmaðra. Einnig vaxa hér ýmsar grastegundir, mest áberandi eru húsapuntur og axarpuntur. Þá hafa aðeins fáar plöntutegundir verið nefndar.

Helstu trjátegundir eru birki, gljávíðir, alaskaösp, blæösp, sitkagreni, blágreni, hvítgreni, evrópulerki, ilmreynir, gráelri, gullregn, álmur, lindifura.