Amma-náttúra

Amma náttúra

iðar af áhuga á að vera þínum leikskóla að liði við

að rækta matjurtir á leikskólalóðinni.

Mikill áhugi og þekking skapaðist í kringum námskeiðið, ekki síst hjá kennurunum, sem lifir hér enn. Nú er farið að spyrja hvort Jóhanna geti komið aftur til okkar í vor þannig að það hlýtur að bera vitni um að námskeiðið hafi bæði verið gagnlegt og gott.

Jóhanna nálgaðist viðfangsefnið með svo mikilli alúð og náði þar að leiðandi svo vel til allra barnanna.

Með bestu kveðju

Sigrún Ásta Gunnlaugsdóttir

Aðstoðarskólastjóri, Dalskóla

Matjurtagarðar við leikskóla hafa mikið uppeldislegt gildi. Garðyrkjan hefur í raun tengingu við flest þau námssvið sem aðalnámskrá leikskóla kveður á um að unnið sé eftir. Vinna við matjurtagarð byggir undir félagsfærni barnanna og hæfni til að lesa í umhverfið, stuðlar að heilbrigðum lífsháttum og góðri hreyfingu og einnig virðingu fyrir umhverfinu og náttúrunni. Garðyrkja er skapandi og lifandi starf sem vekur upp gleði og undrun, örvar skynjun og styður við sköpunarkraft barnanna. Hún er einnig þakklátt og gefandi starf sem gerir líf og starf leikskólans ríkara bæði fyrir börnin og starfsfólk leikskólanna.Síðast liðið vor bauð ég nokkrum leikskólum þá þjónustu að aðstoða við ræktun matjurta á skólalóðunum. Það mæltist mjög vel fyrir og að áliðnum þessum vetri eða þegar byrjar að vora mun ég aftur fara af stað með verkefnið sem ég kalla „ömmu náttúru“.

Ég býð aðstoð við að virkja börnin við lífræna matjurtaræktun á leikskólalóðum. Umfangið fer eftir þörf og áhuga hvers leikskóla fyrir sig og er byggt á samningi sem gerður er á milli mín og viðkomandi leikskóla.

Ég hef áhuga á að koma í heimsókn í leikskólann þinn og kynna þetta verkefni nánar.

Umsögn frá Dalskóla

Jóhanna (amma náttúra) kom hér með námskeið fyrir okkur í leikskóladeild Dalskóla síðastliðið vor.

Hún kenndi okkur að sá grænmetisfræjum, umpottun og gróðursetningu. Námskeið var mjög skemmtilegt og fróðlegt. Það vakti athygli mína hversu vel Jóhanna náði til allra barnanna sem þekktu hana ekki í byrjun en þegar á námskeiðið leið hlökkuðu þau til þeirra daga sem amma náttúra kæmi. Hún varð eins og einn af kennurunum í augum barnanna.