Fréttir og atburðir

Hér er áætlun mín um plöntufjölda í 25 fermetra garð og tillaga um áburðarefni í beðin:

---------------------------------------------------------------------------------------

· DANS OG SEREMÓNÍA Á SUMARSÓLSTÖÐUM 2014

Sunnudaginn 22. júní 2014, kl. 15.00

Á sumarsólstöðum þegar dagur er lengstur og nóttin styst og gjafir jarðar í fullum blóma, dönsum við 5Rytmana og höldum ritúal til heiðurs jarðargyðjunni og birtunni.

Sjá nánar www.dansfyrirlifid.is/is/dagskra/sumarsolstodur/

5. maí 2014

Þessar fallegu liljur blómstruðu í gróðurhúsinu mínu í dag.

23. mars 2014

9. mars 2014

Með nýju ræktunartímabili lifnar heimasíðan mín. Síðustu vikur hef ég verið að sá og prikla fáeinum kryddjurtum, tómatplöntum, papriku, pipar, stjúpum, lobelium, petúníum og fleiru smálegu. En fljótlega kemur að sáningu á matjurtunum. Það styttist í jafndægri á vori og þá verður komin nóg birta og hægt að slökkva á lýsingunni sem ég setti upp um leið og græni liturinn fór að birtast í sáðbökkunum. Nú er líka tíminn til að gróðursetja dalíulauka og ýmsa aðra blómlauka sem munu gleðja augað í garðinum í sumar.

20. júlí 2013

Í fyrsta sinn á þessu sumri verða vörur til sölu á brúsapallinum á Dalsá. Grænmetið vex óvenjulega hægt í þessu kalda og votviðrasama sumri svo að úrvalið er ekki mikið, þar verður þó grænkál, bæði ferskt og þurrkað, graslaukur, vorlaukur, basil að ógleymdum egg úr hænunum mínum góðu. Og e.t.v. eitthvað fleira.

Verði velkomin!

Í gróðurhúsinu mínu er salvían orðin státin, þetta er afbrigði sem hefur rauð blóm og blöðin eru mjög ólík "venjulegri" salvíu. Timian, oregano og fleiri kryddjurtir eru líka á góðri leið. Tómatplönturnar mínar eru tilbúnar til útplöntunar í beð, en gúrkur, paprika og pipar eiga lengra í land með það. Þessar myndir voru teknar í dag.

Á fimmtudaginn þann 20. mars voru dagurinn og nóttin jafnlöng, en nú er dagurinn orðinn lengri en nóttin.

Vetur konungur er þó ekki alveg til í að sleppa tökunum strax, heldur fast og lætur ófriðlega öðru hverju. Jafnvel hann verður smá saman að sleppa tökunum og gefa vorgyðjunni taumana.

Nú styttist í matjurtanámskeiðið mitt sem haldið er hér á Dalsá. Á námskeiðinu er lögð áhersla á lífræna ræktun og verklega kennslu og er fyrir fólk sem vill forrækta heima hjá sér, í gróðurskálanum, bílskúrnum eða á öðrum góðum stað.

Mörgum finnst það góð tilhugsun að rækta grænmeti sitt frá fræi en þurfa aðstoð við framkvæmdina. Þá er þetta námskeið góður kostur.

Í maí er svo eins kvölds námskeið fyrir þau ykkar sem farið í garðyrkjustöðvarnar og kaupið forræktaðar plöntur til að rækta heima í ykkar görðum. Þar er fjallað um einstakar grænmetistegundir, undirbúning beða, sáningu beint í beðin o.fl.

Skráning og upplýsingar: sendið tölvupóst á hanna@smart.is eða hringið í síma 899 0378.

14. febrúar 2014

Margir mánuðir hafa liðið síðan ég skrifaði síðast hér á síðuna. En nú á þessu fallega kvöldi á fullu tungli er komið að því. Fæðst hefur vísir að áætlun um námskeið vetrarins og vorsins og komin tími til að kynna hana. Í lok mánaðarins mun ég halda námskeið um notkun heimilis-gróðurhússins og í apríl og maí um matjurtaræktun í heimilisgörðum. Svo vonast ég til að geta haldið aftur svipað námskeið og í fyrra, þar sem börnin eru í forgrunni "Ræktað með börnunum". En nánar um það síðar.

Það er alltaf jafn ánægjulegur tími þegar sólin er farin að hækka á lofti og kominn tími til að huga að sáningu. Við góðar aðstæður er hægt að byrja að sá í febrúar. Fyrst á listanum hjá mér eru hægvaxta kryddjurtir, s.s. rosmarin, salvia, oregano og fleiri og einnig lobelia, stjúpur og fjólur.

26. júní 2013

13. júní

Nú eru allar plöntur uppseldar. Og ég loksins búin að planta út í garðana mína næst er bara að krossa fingur og vona að uppskeran verði góð.

6. júní

Enn eru eftir óseldar matjurtaplöntur, þó að eitthvað sé tegundum farið að fækka. Ég verð við hér í dag og einnig fram eftir degi á sunnudaginn. Verið velkomin.

30. maí 2013

Þann 16. júní fór fyrsta uppskera sumarsins á markað. Það voru aðallega blóm en líka kínverska kálið Pak Choi. Hér er mynd af góðgætinu.

Hópur A: lau. 25.maí kl 12:30-15:30. Hópur B. lau. 1. júní kl 12:30-15:30.

30. maí 2013

Að rækta með börnunum. Á laugardaginn kemur hingað að Dalsá hópur barna í fylgd foreldra eða annarra fullorðinna. Það verður gaman að taka á móti þeim og leiða þau um heim vorsins. Ekki er lengur pláss fyrir fleiri þátttakendur að þessu sinni en mig langar að reyna að bjóða upp á heimsókn hingað seinna í sumar.

22. maí 2013

Nú hef ég ákveðið að fella niður fyrri hópinn (Hóp A) í námskeiðinu. Það verður sem sagt einungis ræktað með börnunum laugardaginn 1. maí. Vorið er svolítið seint á ferð og við ekki alveg tilbúin fyrir svona ævintýri. Ég ætla að treysta veðurguðunum til þess að efna í fallegt og gott veður þann 1, júní.

20. maí 2013

Að rækta með börnunum.

Börnin eru í forgrunni á þessu námskeiði og er miðað við að a.m.k. einn fullorðinn, foreldri, afi eða amma sé í fylgd með hverju barni. Rótað verður í moldinni, gróðursett og sáð en einnig farið í ratleik. Börnin fara heim með jurtir í pottum.

Eins dags námskeið fyrir foreldra, afa eða ömmur og börn á aldrinum 6 – 10 ára. Námskeiðsgjald: 5.000 kr

Sala matjurta. Á sunnudaginn ætla ég að byrja að selja forræktuðu matjurtirnar, nú ætti að vera orðið nógu hlýtt til að óhætt sé að planta þeim út í garð. Magnið sem ég hef til sölu er ekki mikið, svo að hætt er við að það klárist okkuð fljótt. Ef þið ætlið að koma og versla er gott að hringja á undan sér, því öðru hverju bregð ég mér af bæ.

14. apríl 2013

Matjurtarækt í heimilisgörðum. Eins kvölds námskeið. Námskeiðsgjald: 5.200 kr

Enn er möguleiki að koma að Dalsá til að efla ræktunarfærni sína. Kvöldstund í byrjun maí býð ég upp á fyrirlestur um einstakar tegundir, vaxtarrými, jarðveginn og næringu plantnanna, tegundaval og fleira. Eftir fyrirlesturinn förum við út í vorið, skoðum jarðveginn og hvaða áburðarefni er sett í hann og æfum okkur í útplöntun matjurta og sáningu gulróta beint í beð.

Hópur A: fim. 2. maí kl 19:00-21:30.

Hópur B: mán. 6. maí kl 19:00-21:30.

27. mars 2013

Það er vor í lofti, þrestirnir farnir að syngja vorsönginn sinn í trjánum og músarindillinn syngur sína aríu í ljósaskiptunum á kvöldin.

Strax eftir páska hefst námskeiðið um matjurtarækt, það er líka vorboði hér á Dalsá að fá áhugasama ræktendur sem koma hingað til að bæta við færni sína í ræktun síns eigin grænmetis. Enn eru fáein laus pláss á námskeiðið og hvet ég áhugasama til að hafa samband núna yfir páskadagana.

Ég legg áherslu á verklega kennslu og lífræna ræktun á námskeiðum mínum.

Hafðu samband í tölvupósti hanna@smart.is eða í síma 899 0378.

Námskeið um ræktun matjurta í heimilisgörðum

Fyrsti hluti:

Í fyrsta hluta verður fyrirlestur þar sem fjallað verður um árshrynjandann í matjurtaræktuninni. Farið yfir staðsetningu og skipulag garðsins, hvað er lífræn ræktun, rætt um jarðveginn, næringarefnin, hvaða áburðarefni er notaður í lífrænni ræktun, safnhauginn og rætt um einstakar tegundir eftir því sem tíminn leyfir.

Annar hluti:

Fyrst er fyrirlestur þar sem haldið er áfram að fara yfir einstakar tegundir, og rætt um sáningartíma, forræktun, vaxtarrými o.fl.

Síðan verður farið út í gróðurhús og káltegundum sáð í bakka og sáðplöntum pottað/priklað. Fræ af spergilkáli, rauðrófum, blómkáli og hvítkáli. Sáðplöntur; púrrur, rósakál og steinselja. Nemendur fara síðan heim bæði með sáninguna og pottaðar smáplönturnar. (Pottar, bakkar og fræ innifalið)

Þriðji hluti:

Í fyrirlestri verður fjallað um skiptiræktun, lífrænar varnir, að sá beint í beð, útplöntun og rætt meira um jarðveginn.

Síðan farið út í garð, gulrótum og salati sáð beint í beð og gróðursettar kálplöntur og salatplöntur. Rætt um jarðveginn og áburðarefnin sem fara í beðin.

Hópur A.

I. hluti þri. 2. apríl kl 19:30 - 21:30

II.hluti þri. 16. apríl kl 19:30 - 21:30

III.hluti þri. 14. maí kl 19:30 - 21:30

Hópur A.

I. hluti fim. 4. apríl kl 19:30 - 21:30

II.hluti fim. 18. apríl kl 19:30 - 21:30

III.hluti fim. 16. maí kl 19:30 - 21:30

11. mars

Nú er viðarnytjanámskeiðið orðið fullt, en á næstunni er þriggja skipta námskeið um

Matjurtarækt í heimilisgörðum. Námskeiðsgjald: 14.800 kr.

Námskeiðið er í þremur hlutum og tímasetningin miðuð við æskilegan ræktunartíma og þann tíma sem tekur að ala upp plöntur fyrir vorið.

Lögð er áhersla á lífræna ræktun og verklega kennslu.

Sjá nánar hér

27. febrúar 2013

Mósaíknámskeiðið verður haldið í næstu viku, þri. 5. mars og lau. 9.mars. Kennd verða undirstöðuatriðin í lagningu mósaíks. Byrjað verður á að leggja einfalda mynd og síðan velja nemendur annað verkefni sem getur verið stærra. Ef til vill verður því ekki lokið en stefnt er að því að nemendur verði sjálfbjarga með að ljúka því heima hjá sér.

14. febrúar 2013

Minni á námskeiðið um heimilisgróðurhúsið - einkaparadísina í garðinum. Sjá nánar hér

7. febrúar 2013

"AMMA NÁTTÚRA" Nú í vor eins og á síðasta ári býð ég leikskólum upp á þjónustu við að nota matjurtagarða í skólastarfinu. Sjá nánar hér.

Einnig hef ég skrifað bækling um ræktun með börnunum og er hann til sölu hjá mér fyrir 3.500 kr. Sendið mér línu á netfangið hanna@smart.is

6. febrúar 2013

NÁMSKEIÐ. Eins og undanfarin vor verða nú í vetur og vor haldin skemmtileg námskeið hér á Dalsá eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan:

Febrúar:

Heimilisgróðurhúsið. Námskeiðið er í þremur hlutum. Námskeiðsgjald: 10.000 kr

Leiðbeinandi: Jóhanna B. Magnúsdóttir. Sjá nánar hér

Mars:

Mósaík. Námskeiðið er í tveim hlutum. Námskeiðsgjald: 10.000 kr

I. hluti: þri. 5. mars kl 19 - 21:30 Kennd undirstöðuatriðin í lagningu mósaíks. Efnisnotkun skoðuð. Nemendur gera einfalda mynd og leggja á ráðin um stærra eða lítið eitt flóknara verk sem síðan er unnið við í II. hluta námskeiðsins.

II.hluti: lau. 9. mars. Unnið við stærra / flóknara verk sem nemendur geta lokið við heima hjá sér ef ekki gefst tími til að ljúka því.

Leiðbeinandi: Gerhard König og Jóhanna B. Magnúsdóttir.

Viðarnytjar / körfugerð. 19. og 23. mars. Námskeiðið er í tveim hlutum. Námskeiðsgjald 10.000 kr.

I. hluti: þri.19. mars kl 19:30 - 21:30. II. hluti: lau. 23. mars kl 10:00-15:00.

Notaður er efniviður úr garðinum og gerðar klifurgrindur, litlir, færanlegir skjólveggir og körfur.

Leiðbeinendur: Jóhanna B. Magnúsdóttir og Anna Sigríður Hróðmarsdóttir

Apríl:

  • Matjurtarækt í heimilisgörðum. Námskeiðsgjald: 14.800 kr.

  • Námskeiðið er í þremur hlutum og tímasetningin miðuð við æskilegan ræktunartíma og þann tíma sem tekur að ala upp plöntur fyrir vorið.

  • Lögð er áhersla á lífræna ræktun og verklega kennslu.

  • Sjá nánar hér

Maí:

Matjurtarækt í heimilisgörðum. Eins kvölds námskeið. Námskeiðsgjald: 5.200 krHópur A: fim. 2. maí kl 19:00-21:30. Hópur B: mán. 6. maí kl 19:00-21:30.

Í fyrirlestri er rætt um einstakar tegundir, vaxtarrými, jarðveginn og næringu plantnanna, tegundaval og fleira. Einnig er verkleg æfing í útplöntun og sáningu utandyra.

Hópur A: lau. 25.maí kl 12:30-15:30. Hópur B. lau. 1. júní kl 12:30-15:30.

Maí - júní:

Að rækta með börnunum.

Eins dags námskeið fyrir foreldra, afa eða ömmur og börn á aldrinum 6 – 10 ára. Undirbúningur beða, útplöntun og sáning. Ratleikur. Námskeiðsgjald: 5.000 kr

6. febrúar 2013

Síðast liðinn sunnudag hélt ég erindi um matjurtarækt í litlum görðum. Nokkir áheyrendur báðu um upplýsingar af glærunum annars vegar um áburð í matjurtabeðið og hins vegar um fjölda plantna í 25 fermetra garð. Þessar upplýsingar eru að finna í "Fréttir og atburðir".

6.febrúar 2013

5. ágúst 2012

Brúsapallurinn á Dalsá er opinn sunnudaginn 5. ágúst og mánudaginn 6. ágúst kl 12:00 - 22:00

Vinur minn, hann Gerhard König, hefur smíðað foláta brúsapall úr birkibolum og honum hefur verið komið fyrir hér á hlaðinu. Á brúsapöllum hefur í gegnum tíðina farið fram miðlun á vörum á milli framleiðenda og neytenda. Þessari hefð verður viðhaldið hér á Dalsá, eins og víða annars staðar um landið. Um helgar verður brúsapallurinn hlaðinn fjölbreyttu, nýuppskornu grænmeti, kryddolíu úr lífrænum afurðum, þurrkuðu grænkáli (ótrúlega gott og hollt snakk) og fleiri vörum.

Þessa helgi er á boðstólnum: Salat, grænkál, hnúðkál, rauðrófur, gulrófur, púrrur, hvítkál, spínat og steinselja. Einnig egg úr landnámshænunum, kryddolían og þurrkaða grænkálið.

Verið hjartanlega velkomin

25. apríl

Kvöldnámskeið í matjurtarækt 8. maí kl 19:00 - 21:30

Stutta námskeiðið sem auglýst er 3. maí er orðið fullt svo að ég ákvað að bæta við öðrum tíma.

Námskeiðið er fyrir þá ræktendur sem ætla að kaupa sér plöntur á gróðrarstöðvum og rækta þær í garðinum sínum.

Sjá nánar í "Fréttir og atburðir"

16. mars

Stutt námskeið í matjurtaræktun, fyrir þá sem kaupa plöntur á garðyrkjustöðvunum.

3. maí 2012 kl 19:00-21:30

Sjá nánar í "Fréttir og atburðir"

25. apríl

Stutt námskeið í matjurtarækt

Þann 8. maí kl 19:00-21:30 verður haldið námskeið í matjurtarækt hér á Dalsá fyrir þá ræktendur sem ekki forrækta matjurtir sínar, heldur kaupa þær hjá garðyrkjustöðvum. Þetta námskeið er einkum ætlað þeim sem þurfa stuðning við að byrja matjurtarækt heima hjá sér eða til dæmis í grenndargörðunum. Í fyrirlestri verður farið í skipulag, jarðveg, næringarefni, tegundaval o.fl. En einnig er verkleg æfing í útplöntun og sáningu utandyra.

Námskeiðsgjaldið er 4.800 kr.

5. apríl

Undanfarin ár höfum við Sigurborg Kr. Hannesdóttir staðið fyrir 5Rytma dansi og rituali á sumarsólstöðum hér á Dalsá. Það verður einnig á komandi sumri, því þann 20. júní kl 18 - 22 dynur tónlistin og við dönsum berfætt á grasinu.

Síðustu vikurnar hef ég kynnt verkefni mitt sem ég kalla ömmu náttúru fyrir nokkrum leikskólum. Verkefninu hefur verið tekið ótrúlega vel og þrír leikskólar hafa nú þegar ákveðið að kaupa þjónustu ömmu náttúru. Það er í stuttu máli fólgið í aðstoð við notkun matjurtagarða við skólana, þannig að börnin fái tækifæri til að fylgjast með fræi verða að plöntu og fá síðan uppskeru sem verður að góðum mat á diskinn þeirra. Amma náttúra er kært verkefni og ánægjulegt hversu margir sína því áhuga.

Nú hafa allir þrír hóparnir komið í fyrsta hluta matjurtanámskeiðsins. Þrjú ánægjuleg kvöld við fyrirlestur og spjall. Næst þegar þau koma höfum við stuttan fyrirlestur en aðalverkefni kvöldsins verður sáning og priklun

16. mars 2012

Ákveðið hefur verið að fresta áður auglýstu mósaíknámskeiði til haustsins,

þ.e. síðla í ágúst eða í byrjun september.

Tímasetningin verður auglýst þegar nær líður.

16. mars 2012

Stutt námskeið í matjurtarækt

Þann 3. maí kl 19:00-21:30 verður haldið námskeið í matjurtarækt hér á Dalsá fyrir þá ræktendur sem ekki forrækta matjurtir sínar, heldur kaupa þær hjá garðyrkjustöðvum. Þetta námskeið er einkum ætlað þeim sem þurfa stuðning við að byrja matjurtarækt heima hjá sér eða til dæmis í grenndargörðunum. Í fyrirlestri verður farið í skipulag, jarðveg, næringarefni, tegundaval o.fl. En einnig er verkleg æfing í útplöntun og sáningu utandyra.

Námskeiðsgjaldið er 4.800 kr.

Neðst á þessari síðu er skjal sem hægt er að prenta út.

3. mars 2012

Námskeið í viðarnytjum

Á þessum árstíma er verið að klippa trjágróður í görðum og upplagt að nýta greinarnar í klifurgrindur, skjólveggi og fleira skemmtilegt. Þriðjudagskvöldið 20. mars milli kl 18:30 og 22:00 leiðbeinum við við gerð á klifurgrind með japansauga og litla, fallega, færanlega skjólveggi. Námskeiðsgjaldið er 5.200 kr. Allt efni er innifalið.

Leiðbeinendur eru Anna Sigríður Hróðmarsdóttir og Jóhanna B. Magnúsdóttir

Frekari uppýsingar og skráning: annaogpetur@simnet.is og hanna@smart.is

eða í símum 849 6677 og 899 0378

2. mars 2012

Tímasetningar á námskeiðum í ræktun matjurta:

Hópur A. Hópur B. Hópur C

I. hluti þri. 27. mars kl 19:30-21:30 I. hluti mán. 2. apríl kl 19:30-21:30 I. hluti fim. 29. mars kl 19:30-21:30

II. hluti þri. 17. apríl kl 19:30-21:30 II. hluti mán. 16. apríl kl 19:30-21:30 II. hluti mán. 23. apríl kl 19:30-21:30

III. hluti þri. 15. maí kl 19:30-21:30 III. hluti mán. 14. maí kl 19:30-21:30 III. hluti lau. 12. maí kl 10:00-12:00

27. febrúar 2012

Námskeið í viðarnytjum Annað spennandi námskeið er í uppsiglingu á Dalsá. Það er námskeið í viðarnytjum, að nota trjágreinar úr garðinum til að búa til klifurgrindur fyrir baunaplöntur eða aðrar klifurplöntur og einnig litla, færanlega skjólveggja

Námskeiðið verður haldið

þriðjudagskvöldið 20. mars kl 18:30 - 22:00 og kostar 5.200 kr.

Allt efni er innifalið.

19.febrúar 2012

Námskeið um ræktun matjurta í heimilisgörðum

verða haldin á Dalsá í Mosfellsdal nú í vor eins og undanfarin ár.

Lögð er áhersla á lífræna ræktun og verklega kennslu.

Hópur A. Hópur B.

I. hluti þri. 27. mars kl 19:30-21:30 I. hluti mán. 2. apríl kl 19:30-21:30

II. hluti þri. 17. apríl kl 19:30-21:30 II. hluti mán. 16. apríl kl 19:30-21:30

III. hluti þri. 15. maí kl 19:30-21:30 III. hluti mán. 14. maí kl 19:30-21:30

Námskeiðsgjald er 14.000 kr, en félagar í Garðyrkjufélagi Íslands fá 20% afslátt. Óafturkræft staðfestingargjald 2.000 kr greiðist við skráningu og eftirstöðvar við upphaf námskeiðsins.

Innifalin eru námskeiðsgögn, sáðbakkar, uppeldispottar og fræ.

Upplýsingar og tilkynning um þátttöku: í síma 899 0378 og hanna@smart.is

Leiðbeinandi er Jóhanna B. Magnúsdóttir, garðyrkjufræðingur

26. janúar 2012

Námskeið um ræktun matjurta í heimilisgörðum verður haldið hér á Dalsá nú í vor eins og undanfarin vor. Lögð er áhersla á lífræna ræktun og verklega kennslu.

Tímasetningar verða settar hér inn á síðuna fljótlega.

Námskeiðið er í þremur hlutum og tímasetningin miðuð við æskilegan ræktunartíma og þann tíma sem tekur að ala upp plöntur fyrir vorið. Þátttakendur sá og prikla á námskeiðinu, hafa það með sér heim og halda áfram ræktuninni þar.

Í fyrirlestrum er rætt um einstakar tegundir, vaxtarrými, sáningu og uppeldi, jarðveginn og áburðarnotkun í lífrænni ræktun, svo að eitthvað sé nefnt.

Í verklega hlutanum læra nemendur að sá og ala upp sínar eigin matjurta¬plöntur og að sá og gróðursetja út í beð.

Fyrsti hluti er haldinn um mánaðamótin mars - apríl, annar hluti seinni hluta apríl og sá þriðji upp úr miðjum maí.

Skráning er í síma 899 0378 og á hanna@smart.is

5. des 2011

Jólamarkaður verður opinn föstudaga kl 17-21 og sunnudaga kl 14-18 til jóla.

Á boðstólnum er handverk og listmunir