Námskeið um ræktun matjurta í heimilisgörðum eru haldin á Dalsá í apríl og maí. Á námskeiðunum er lögð er áhersla á lífræna ræktun og verklega kennslu. Í fyrirlestrum er rætt um einstakar tegundir, vaxtarrými, sáningu og uppeldi, jarðveginn og áburðarnotkun í lífrænni ræktun, svo að eitthvað sé nefnt. Í verklega hlutanum læra nemendur að sá og ala upp sínar eigin matjurtaplöntur og að sá og gróðursetja út í beð. Námskeiðið er í þremur hlutum og tímasetningin miðuð við æskilegan ræktunartíma og þann tíma sem tekur að ala upp plöntur fyrir vorið.
|
|